Fyrirtæki fær leitarleyfi á Drekasvæðinu

Drekasvæðið.
Drekasvæðið. mbl.is/KG

Orku­stofn­un veitti í dag norska olíu­leitar­fyr­ir­tæk­inu Wavefield-In­Seis leyfi til leit­ar að kol­vetni á norðan­verðu Dreka­svæðinu. Hefjast hljóðbylgju­mæl­ing­ar með mæli­skipi fyr­ir­tæk­is­ins vænt­an­lega inn­an nokk­urra daga.

Mæl­ing­arn­ar eru viðbót við fyrri mæl­ing­ar sama fyr­ir­tæk­is á svæðinu árið 2001. Til­gang­ur­inn er að skoða bet­ur áhuga­verð fyr­ir­bæri og fá þétt­ari og ná­kvæm­ari gögn á fyrra mæl­inga­svæði. Leyfið gild­ir í þrjú ár.

Leit­ar­leyfi veit­ir ekki einka­rétt til rann­sókna né held­ur rétt til vinnslu á olíu eða gasi í kjöl­far rann­sókna. Olíu­leitar­fyr­ir­tæki selja hins veg­ar þeim olíu­fyr­ir­tækj­um sem áhuga hafa á að fá einka­leyfi til rann­sókna og vinnslu á af­mörkuðum svæðum gögn sín.

Fyr­ir­hugað er útboð einka­leyfa til rann­sókna og vinnslu kol­vetna á norðan­verðu Dreka­svæðinu um miðjan janú­ar 2009.

Orku­stofn­un fær öll gögn sem safnað er sam­kvæmt leit­ar­leyf­inu til varðveislu og get­ur notað þau í þágu þekk­ingaröfl­un­ar rík­is­ins um auðlind­ir, en gæt­ir jafn­framt trúnaðar um þau gagn­vart öðrum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert