Hólmsheiði lögð á hilluna

Fátt bendir til annars en að hugmyndin um stórt öryggisgæslufangelsi á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Hólmsheiðarfangelsið, hafi verið lögð á hilluna og þess í stað er lögð öll áhersla á að kanna kosti þess að hafa móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi undir sama þaki og nýjar höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er búið að finna nýju höfuðstöðvunum stað en meðal þeirra möguleika sem hafa verið ræddir er að fangelsið og lögreglustöðin rísi á lóð við hlið Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg en sá staður er afar miðsvæðis í borginni.

 Danskir sérfræðingar sem voru fengnir til að aðstoða við þarfagreiningu á Hólmsheiðarfangelsinu bentu á að í Helsingør, þar sem fangelsi og lögreglustöð er undir sama þaki, hefðu komið upp vandamál vegna nálægðar lögreglustöðvar og fangelsis. Þessi tilhögun var að þeirra dómi ekki heppileg en e.t.v. mætti rekja gallana að nokkru leyti til hönnunar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert