Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Björns Orra Péturssonar og Luciu Celestu Molinu Sierru gegn umsjónar- og ábyrgðarmönnum dægurmálaþáttarins Kastljóss fór fram í gær.
Björn og Lucia, sem eru sonur og tengdadóttir Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, stefndu Páli Magnússyni útvarpsstjóra, Þórhalli Gunnarssyni, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, Sigmari Guðmundssyni og Helga Seljan vegna umfjöllunar Kastljóss um tilkomu þess að Lucia fékk íslenskan ríkisborgararétt. Björn og Lucia telja umfjöllun þáttarins hafa verið ærumeiðandi og brot á friðhelgi einkalífs þeirra og krefjast þau samtals 3,5 milljóna króna í miskabætur.
Hin stefndu kröfðust öll sýknu.