Matsferli vegna álvers á Bakka hafið

Grafið í Bakka við Húsavík á síðasta ári.
Grafið í Bakka við Húsavík á síðasta ári. mbl.is/Hafþór

Hafið er matsferli vegna álvers á Bakka við Húsavík þar sem skoðuð er bygging álvers á vegum Alcoa  með allt að 250.000 tonna ársframleiðslu.  

Áformað er að hefja framleiðslu á áli á árabilinu 2012 til 2014, háð því hvenær orka er tilbúin til afhendingar. Áætlað er að álverið nái fullum afköstum árið 2015. Lengd byggingartíma miðast við að samþætta framkvæmdahraða og hugsanlega áfangaskiptingu verksins við framboð á orku.

Alcoa er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum verður unnið af HRV Engineering. Kynningin stendur yfir til 5. júlí.

Tillaga að matsáætlun  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert