Mikil áta í kringum landið

Bjarni Sæmundsson.
Bjarni Sæmundsson.

Hafrannsóknastofnun segir, að í nýafstöðnum vorleiðangri rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar hafi komið í ljós, að mikil áta var víðast hvar í kringum landið, einkum úti fyrir Suðurströndinni.  Þá voru hiti og selta yfir langtímameðaltali sunnan og vestan við land og undir eða nærri því fyrir norðan.

Út af Suðurlandi fannst um tvisvar sinnum meira af átu en í meðalári, sérstaklega var mikið af átu, einkum rauðátu, í Háfadýpi og á Selvogsbanka.

Vefur Hafrannsóknastofnunar 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert