Réðist á sambýliskonu sína

Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra hef­ur dæmt karl­mann í fjög­urra mánaða skil­orðsbundið fyr­ir að ráðast á þáver­andi sam­býl­is­konu sína á heim­ili þeirra. Þetta gerðist í des­em­ber á síðasta ári en maður­inn barði kon­una m.a. í höfuðið og sparkaði síðan í hana liggj­andi.

Maður­inn var einnig dæmd­ur til að greiða kon­unni 615 þúsund krón­ur í bæt­ur auk sak­ar­kostnaðar. 

Fram kem­ur í dómn­um að maður­inn sagðist  ekki muna neitt eft­ir at­b­urðum næt­ur­inn­ar. Hann hafði verið einn úti að skemmta sér og um nótt­ina óku lög­reglu­menn fram á hann á gangi á Gler­ár­götu á Ak­ur­eyri og óku hon­um heim. Sögðu þeir mann­inn hafa verið mjög ölvaðan og erfiðan í sam­skipt­um.

Í dómn­um er haft eft­ir kon­unni, að hún hafi verið mjög miður sín eft­ir þetta og ekki treyst sér til vinnu. Hún hafi fengið kvíða- og grát­köst og átt erfitt með svefn.  Hún hafi fengið aðstoð fé­lags­ráðgjafa, sem hafi vísað sér til sál­fræðings en líðan sín sé mis­jöfn.  Hún hugsi enn um þetta at­vik og líði illa yfir því.

Maður­inn sagðist hafa verið niður­brot­inn eft­ir þetta.  Hann hafi farið í áfeng­is­meðferð og haldið bind­indi eft­ir það.  Hann sagðist oft hafa reynt að hafa sam­band við kon­una, sím­leiðis og bréf­lega, en það hafi ekki tek­ist og sam­band þeirra sé óupp­gert, til­finn­inga­lega og fjár­hags­lega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka