„Árni Johnsen kallar mig barnalega fyrir að vilja vernda náttúruna. Skrýtið því mér finnst einmitt hálfbarnalegt að þegar allur heimurinn er á tánum yfir því að næstu 50-100 árin muni gróðurhúsaáhrif jafnvel farga mannkyninu, þá hækkum við koltvísýringslosun Íslands upp í 17 tonn á hvern einstakling, sem setur okkur í þriðja sæti í heiminum, á eftir Ástralíu og Bandaríkjunum.“
Þetta segir Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður sem í Morgunblaðinu í dag svarar grein Árna Johnsen um náttúruverndarmál.