Lögreglan á Hvolsvelli sem fylgist sérstaklega vel með hraðakstri um helgina með þyrluna sér til fulltingis segir um 20 manns hafa verið tekna í dag. Sá sem síðast var tekinn var mældur á um 120 km/klst og fékk hann 50.000kr í sekt. Lögreglan segir þó að það sé merkjanlegt að þessar háu sektir séu að hafa áhrif og ekki sé verið að taka eins marga og stuttu áður en kækkunin varð. Í gær var mesti hraðinn sem mældist um 150 km/klst.