Fangageymslur fullar á Akureyri

Mjög mikill erill hefur verið hjá lögreglunni á Akureyri í nótt en hátíðin Bíladagar er haldin þar nú um helgina. Fangageymslur í bænum eru fullar eftir nóttina. Ekki hafa komið upp alvarleg atvik en mikið hefur verið um stimpingar og ofurölvun.

Þá hefur verið mikið um hraðakstur í nágrenni bæjarins. Sá sem hraðast ók mældist á 182 kílómetra hraða í Öxnadal í nótt en þar er 90 kílómetra hámarkshraði. Maðurinn, sem var með farþega í bílnum, var fluttur á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum.

Fjögur minniháttar fíkniefnamál komu einnig upp á Akureyri í nótt og voru 2 teknir grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna.

Tuttugu ára aldurstakmark er á tjaldstæðinu á Akureyri og segir lögregla nokkuð um það að ungt aðkomufólk hafi tjaldað á bersvæðum inni i bænum svo sem á leikvöllum og við blokkir. Hefur lögregla beðið þetta fólk um að taka upp tjöld sín

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert