Fyrirtæki selji eignir í útlöndum

Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur Ágústsson.

Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í frétt­um Útvarps­ins, að fyr­ir­tæki verði að leggja sitt að mörk­um til að bregðast við sam­drætti í hag­kerf­inu og út­rás­ar­fyr­ir­tæki ættu að selja hluta af fjár­fest­ing­um sín­um í út­lönd­um til að styrkja efna­hags­lífið.

Ágúst Ólaf­ur sagði, að ís­lensk fyr­ir­tæki ættu gríðarleg­ar eign­ir í út­lönd­um og velta sumra væri marg­föld á við ís­lenska ríkið. Það væri á ábyrgð þess­ara fyr­ir­tækja að taka til í sín­um ranni til að stuðla að betra um­hverfi fyr­ir alla Íslend­inga til lengri tíma. Íslensk stjórn­völd nái ekki mark­miðum um jafn­vægi nema fyr­ir­tæk­in séu með.

Ágúst Ólaf­ur sagði einnig fylli­lega koma til greina að hækka veðhlut­fall fast­eignalána hjá Íbúðalána­sjóði til að blása lífi í fast­eigna­markað. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka