328 kandídatar verða brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri á háskólahátíð sem haldin var í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag. Á meðal þeirra eru tíu lögfræðingar en þetta er í fyrsta sinn sem lögfræðingar eru útskrifaðir frá Háskólanum á Akureyri.
98 kandídatanna sem brautskrást nú hafa stundað fjarnám fyrir milligöngu háskólasetra og símenntunarmiðstöðva á 14 stöðum á landinu.