HA útskrifar lögfræðinga

Frá athöfninni í dag
Frá athöfninni í dag mbl.is/Hjálmar

328 kandídatar verða brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri á háskólahátíð sem haldin var í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag. Á meðal þeirra eru tíu lögfræðingar en þetta er í fyrsta sinn sem lögfræðingar eru útskrifaðir frá Háskólanum á Akureyri. 

Auk lögfræðinganna útskrifast 59 aðrir kandídatar úr félagsfræði og lagadeild skólans. 140 útskrifast úr kennaradeild, 67 úr viðskipta og raunvísindadeild og 52 úr heilbrigðisdeild. 

98 kandídatanna sem brautskrást nú hafa stundað fjarnám fyrir milligöngu háskólasetra og símenntunarmiðstöðva á 14 stöðum á landinu.

Fram kemur í tilkynningu frá Háskólanum að á síðasta skólaári hafi rúmlega 1.600 nemendur stundað nám í fjórum deildum skólann á Akureyri. Ríflega þriðjungur þeirra stundaði fjarnám á u.þ.b. 20 stöðum á landinu.  
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert