HÍ byggir upp afburðasvið

Rektor Háskóla Íslands í ræðustóli
Rektor Háskóla Íslands í ræðustóli Mbl.is/Kristinn

Krist­ín Ing­ólfs­dótt­ir, rektor Há­skóla Íslands, sagði við út­skrift tæp­lega 1.100 kandí­data í dag, að á næstu fimm árum stefni  Há­skól­inn að því að byggja upp fjög­ur til sex af­burðasvið eða stofn­an­ir, sem tryggt verði sér­stakt fjár­magn og grund­völl­ur til að skara framúr á alþjóðavísu. 

Hún sagðist telja mik­il­vægt að stefnt verði að því að á a.m.k. einu þess­ara sviða verði há­skól­inn í flokki með 10 bestu slík­um stofn­un­um eða sviðum í heim­in­um. 

Krist­ín sagði  mark­mið skól­ans vera að sækja tölu­verðan hluta þess fjár­magns sem þurfi til upp­bygg­ing­ar­inn­ar til alþjóðlegra styrkt­ar­sjóða og fyr­ir­tækja og lagði áherslu á mik­il­vægi alþjóðlegra sam­starfs­samn­inga sem Há­skóli Íslands hefði gert við marg­ar helstu mennta- og vís­inda­stofn­an­ir í heim­in­um. Nefndi hún Har­vard há­skóla,  Col­umb­ia há­skóla í New York, Caltech í Kali­forn­íu, Minnesota­há­skóla, Fu­dan há­skóla í Kína og Vís­inda­stofn­un Ind­lands.  

Krist­ín sagði einnig að það væri hlut­verk HÍ á erfiðum um­brota­tím­um að taka þátt í að móta framtíð sam­fé­lags­ins.  Grunnstoðir ís­lensks sam­fé­lags, þar á meðal mennta­kerfið, séu afar traust­ar og því full ástæða til bjart­sýni á framtíðina. 

Upp­bygg­ing af því tagi sem HÍ hefði á prjón­un­um sé mik­il­væg­ur þátt­ur í að hraða upp­bygg­ingu þekk­ing­ar­sam­fé­lags á Íslandi, sem sé grund­völl­ur framtíðar­hag­vaxt­ar og vel­ferðar.  

Þá sagði hún að aðsókn að Há­skóla Íslands hafi auk­ist mjög hratt milli ára. Þris­var sinn­um fleiri vilji nú læra mat­væla- og nær­ing­ar­fræði við skól­ann en áður, tvö­falt fleiri vilja nú læra raf­magns- og tölvu­verk­fræði. Sex­tíu og fimm pró­sent fleiri vilja í hag­fræði, fjör­tíu pró­sent í lög­fræði, fjör­tíu og þrjú pró­sent í um­hverf­is og bygg­ing­ar­verk­fræði. Mik­il aukn­ing sé einnig í aðsókn að sagn­fræði og heim­speki og ís­lensku-og menn­ing­ar­deild.

mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert