Vörn verður snúið í sókn

Hanna Birna ræðir við fundargesti í Valhöll í dag.
Hanna Birna ræðir við fundargesti í Valhöll í dag. mbl.is/GSH

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, nýr odd­viti sjálf­stæðismanna í Reykja­vík, sagði á opn­um fundi í Val­höll í dag, að sjálf­stæðis­menn horf­ist í augu við að hlut­irn­ir hafi ekki gengið nægi­lega vel í borg­ar­stjórn. Þeir tím­ar væru von­andi að baki og nú yrði vörn snúið í sókn.

Hanna Birna fór á fund­in­um yfir at­b­urði síðustu helg­ar þegar Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son lagði til að Hanna Birna tæki við af hon­um sem odd­viti og yrði borg­ar­stjóri þegar sjálf­stæðis­menn taka við því embætti á næsta ári.

Hanna Birna sagði að vik­an sem er að líða hefði verið viðburðarík í henn­ar lífi en svo virt­ist sem all­ar vik­ur í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur væru sér­kenni­leg­ar og lang­ar. „Ég vona að slík­um vik­um fari að fækka, svo viðburðarík­ar sem þær hafa verið," sagði Hanna Birna. 

Öll lög­mál stjórn­mála brot­in 

Hanna Birna sagði að flest lög­mál stjórn­mál­anna hefðu verið brot­in á fyrri hluta kjör­tíma­bils­ins í Reykja­vík og um­rótið verið mikið. Eng­in ein­hlít skýr­ing væri á þess­ari at­b­urðarás. Þar kæmu þó því miður við sögu skort­ur á sam­ráði og upp­lýs­ing­um, of mik­ill hraði og of lít­ill tími fyr­ir lýðræðið sjálft. „Af því þurf­um við stjórn­mála­menn að læra," sagði Hanna Birna.

Hún sagði, að það sem hefði reynst sjálf­stæðismönn­um í borg­ar­stjórn sár­ast að meðtaka væri gagn­rýni frá trúnaðarmönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins. Það væri hluti af stjórn­mála­starfi að sæta gagn­rýni og jafn­vel andúð frá póli­tísk­um and­stæðing­um en þegar skila­boð um von­brigði og skort á trausti bær­ust frá eig­in stuðnings­mönn­um yrði róður­inn bæði þung­ur og sár.

„Ég heiti því að leggja mig alla fram við að mæta von­um og vænt­ing­um sjálf­stæðismanna og ég mun leggja mig alla fram til að tryggja flokkn­um okk­ar þá stöðu sem hann á að hafa, og end­ur­vinna það traust, sem kann­an­ir sýna að við höf­um glatað," sagði Hanna Birna, sem fékk afar hlýj­ar mót­tök­ur fund­ar­gesta.

Sam­starf afar gott

Hanna Birna lagði áherslu á þann ár­ang­ur, sem náðst hefði í borg­ar­stjórn á kjör­tíma­bil­inu und­ir for­ustu sjálf­stæðismanna. Hún sagði að nú­ver­andi sam­starf flokks­ins við F-list­ann væri afar gott. Ólaf­ur F. Magnús­son, borg­ar­stjóri, væri heiðarleg­ur og vandaður maður sem hefði það eina mark­mið að vinna að heill og vel­ferð borg­ar­búa. And­stæðing­ar meiri­hlut­ans hefðu vegið ómak­lega að Ólafi.

Þá sagði hún að Tjarn­arkvart­ett­inn svo­nefndi, meiri­hluti fjög­urra flokka á síðasta ári, hefði aðeins getað leikið stutt­an lag­stúf með mikl­um tilþrif­um í upp­hafi en síðan hefði komið í ljós að nót­urn­ar voru aldrei þær sömu og stjórn­and­inn, Dag­ur B. Eggerts­son, verið upp­tek­inn af því að veifa sprot­an­um.

Hér sjá upp­töku af fund­in­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert