Í dag er dagur hinna villtu blóma á Norðurlöndum. Af þessu tilefni er boðið upp á gönguferðir víða um land þar sem villt blóm verða skoðuð.
Í boði eru tveggja tíma ókeypis gönguferðir með leiðsögn þar sem skoðaðar verða algengustu plöntur. Ekki þarf að tilkynna um þátttöku heldur er nóg að mæta á staðinn.
Samtökin Flóruvinir hafa staðið fyrir deginum frá 2004 en önnur Norðurlönd héldu hann fyrst 2003. Flóruvinir eru samstarfshópur sjálfboðaliða um rannsóknir á íslensku flórunni og verndum hennar.
Gönguferðirnar sem eru í boði eru meðal annars:
- Snæfellsnesþjóðgarður. Mæting við Rauðhól (suðaustan við Prestahraun og upp með Móðulæk) kl. 14:00.
- Ásbyrgi. Mæting við Gljúfrastofu kl. 14:00.
- Fáskrúðsfjörður. Mæting á tjaldstæðinu á Fáskrúðsfirði kl. 19:00.
- Kirkjubæjarklaustur. Mæting við Skaftárskála kl. 20:30
Nánari upplýsingar um Flórudaga má sjá hér.
Vefur Flóruvina.