Markús Sigurðsson er dráttarvélalæknir, hann stundar að gera upp gamlar dráttarvélar. Sigurbjörg Ólafsdóttir fékk Markús til að taka gamla æskufélagann úr Fljótshlíðinni, traktorinn „Diggadigg" í gegn og gera upp frá grunni.
Sigurbjörg Ólafsdóttir ólst upp á Kirkjulæk III í Fljótshlíðinni og man vel eftir þeim haustdegi 1961 er faðir hennar renndi í hlaðið á glænýrri Deutz D 30 S dráttarvél sem síðar hlaut nafnið Diggadigg.
Áratugum síðar sá hún síðan Markús á svipaðri dráttarvél í umferðinni í Hafnarfirði, hún elti hann uppi og fékk hann til að taka Diggadigg til meðferðar.