Endurheimta hinn forna Brimnesskóg

 Samn­ing­ur Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar og Brim­nes­skóga und­ir­ritaður, sem var und­ir­ritaður ný­verið, ger­ir ráð fyr­ir af­not af landi því, þar sem talið er að Brim­nes­skóg­ur sá sem nefnd­ur er í ís­lensk­um forn­rit­um hafi verið. Það er Steinn Kára­son um­hverf­is­stjórn­un­ar­fræðing­ur M.Sc. og garðyrkju­meist­ari sem er frum­kvöðull að fé­lags­stofn­un­inni. Mark­mið fé­lags­ins er að end­ur­heimta hina fornu Brim­nes­skóga í Skagaf­irði með kyn­bóta­birki, kyn­bætt­um reyni og víði úr Hrol­leifs­dal og Aust­ur­dal í Skagaf­irði.

Í sam­tali við Stein kom fram að nú er frá­gengið að fé­lagið fær alls nær fimm tugi hekt­ara lands til að hrinda áformun sín­um í fram­kvæmd, en áður var búið að af­marka fé­lag­inu nokk­urn lands­skika þar sem und­an­far­in nokk­ur ár hef­ur verið plantað völd­um plönt­um sem ætt­ir eiga að rekja til gömlu birki­skóga­leif­anna í Fögru­hlíð í Aust­ur­dal og í Hrol­leifs­dal.

Fram til þessa hef­ur ein­göngu verið plantað út árs­göml­um plönt­um í rúm­lega tíu hekt­ara lands, en nú, eft­ir að samn­ing­ur er frá­geng­inn, munu á næstu dög­um verða sett­ar niður á þriðja þúsund skógar­plönt­ur, um tvö hundruð vefja­ræktuð reyni­tré og um þrjá­tíu móður­tré af kyn­bættu birki, sem ætluð eru í framtíðinni til fræ­töku.

Sagði Steinn ánægju­legt að þessi samn­ing­ur væri nú loks í höfn og því unnt að vinna því máli fram­gang af full­um þunga, að skila land­inu til baka eins og það var á fyrstu árum byggðar í Skagaf­irði. Þá sagði hann mjög vax­andi áhuga á verk­efn­inu bæði meðal heima­manna, en ekki síður á meðal brott­fluttra Skag­f­irðinga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert