Erfið nótt á Akureyri

Frá Bíladögum á Akureyri í gær
Frá Bíladögum á Akureyri í gær mbl.is/Hjálmar

Lögregla á Akureyri átti mjög annasama og erfiða nótt en mikill fjöldi fólks er í bænum vegna hátíðarinnar Bíladagar sem þar stendur yfir. Mikil ölvun var í bænum og var mikið um slagsmál og líkamsárásir Fangageymslur eru fullar eftir nóttina.

Samkvæmt upplýsingum yfirlögregluþjóns var stemningin þannig að margir virtust gagngert vera komnir í bæinn til að stuðla að átökum og þá ekki síst við lögregluna. Til harðra átaka kom m.a. á milli hóps manna og lögreglumanna eftir að mennirnir veittust að lögreglu þar sem hún reyndi að handtaka mann. Þurfti lögregla bæði að beita kylfum og varnarúða í átökunum.

Skömmu áður var skoteldaterta sett í kælibox og það sett á hliðina þannig að skoteldarnir skutust lárétt út í átt að lögreglumönnum og vegfarendum um Ráðhústorgið. Ekki er talið að bein tengsl séu a milli þess máls og átakanna sem urðu skömmu síðar en atvikin verða bæði rannsökuð nánar. 

Þrjú rúðubrot hafa verið tilkynnt í Akureyri eftir nóttina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert