Bæjarfélagið Garður á Suðurnesjum á 100 ára afmæli í dag. Heldur bærinn upp á það með hátíðlegum hætti og fjölbreyttri dagskrá.
Listaverkið Skynjun eftir Ragnhildi Stefánsdóttur verður afhjúpað við innkomu í bæinn og sýnir það ofurháa konu samsetta úr mörgum konum. Er verkið táknrænt fyrir allar þær konur sem um aldir hafa horft til hafs og beðið eiginmanna og sona. Einnig verða afhjúpaðar lágmyndir af heiðursborgurum að loknum hátíðarbæjarstjórafundi.
Sýningar voru opnaðar víðs vegar um bæinn í gær og í dag er afmælisdagskrá í Íþróttamiðstöðinni í Garði.
Hér má sjá nánari upplýsingar.