Tekinn með kylfu, piparúða og fíkniefni

mbl.is/Steinn Vignir

Tvær bifreiðar eyðilögðust í eldi og ein skemmdist á Selfossi í nótt og er talið að kveikt hafi verið í þeim. Lögreglan tók sömuleiðis ökumann undir áhrifum fíkniefna og hafði hann kylfu, piparúða og fíkniefni í bíl sínum.  

Lögreglan á Selfossi hafði í nótt afskipti af bifreið og reyndist ökumaður undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fundust vígaleg kylfa, piparúði og eitthvað af fíkniefnum. Ökurmaður gat ekki gefið vitræna skýringu á vopnunum.

Klukkan sjö í morgun var lögregla og slökkvilið kölluð að réttingaverkstæði við Gagnheiði en þar logaði eldur í bíl. Var bíllinn alelda og hafði eldurinn borist yfir í annan. Í lokin voru tvær bifreiðar gerónýtar og önnur skemmd. Lögregluna grunar að um íkveikju hafi verið að ræða og biður þá sem urðu mannaferða varir á þessum slóðum um sjöleytið að láta vita í síma 480 10 10.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert