Óhöpp á Vestfjörðum í nótt

Tvær bifreiðar höfnuðu utan vegar á Vestfjörðum í nótt og eru báðir ökumenn grunaðir um ölvun við akstur. Enginn meiddist. Ekið var á dreng á Ísafirði í gærkvöld og hlaut hann minniháttar áverka.

Ekið var á 12 ára dreng á Ísafirði klukkan ellefu í gærkvöldi. Hafði drengurinn hlaupið að bifreiðinni en hann þekkti þar farþega. Skiptust þeir á high-five handahreyfingum en flæktust eitthvað saman svo drengurinn hrasaði og féll í götuna. Fór fótleggur hans undir annað afturdekk bifreiðarinnar. Marðist hann mikið á fótleggnum og var lagður inn á sjúkrahúsið til skoðunar. Þykir mildi að ekki fór verr.

Klukkan hálf tvö fór bíll út af Barðastrandavegi í Vatnsfirði. Ökumaðurinn er ómeiddur og er hann grunaður um ölvun við akstur.

Rúmlega sex í morgun hafnaði svo önnur bifreið utan vegar við veltu í Önundarfirði. Slapp ökumaður ómeiddur en bifreiðin er talsvert skemmd. Er hann sömuleiðis grunaður um ölvun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert