Sumarbústaður skemmist í eldi

Veru­leg­ar skemmd­ir urðu á sum­ar­bú­stað í Svarf­hólslandi í Svína­dal þegar eld­ur kviknaði í hon­um í gær­kvöldi.  

Til­kynnt var um eld­inn um klukk­an 22 og fór slökkvilið Akra­ness og Hval­fjarðarsveit­ar á staðinn ásamt lög­reglu úr Borg­ar­nesi. Eld­ur­inn kviknaði á ver­önd fram­an við bú­staðinn og náði að læsa sig í klæðningu húss­ins og þak. Þetta má lesa á frétta­vef Skessu­horns.

Eldri hjón sem voru í hús­inu náðu að koma sér út en maður­inn brennd­ist lít­il­lega þegar hann reyndi að hefta út­breiðslu elds­ins. Ná­grann­ar brugðust skjótt við og komu til aðstoðar. Að sögn eig­and­ans höfðu þeir náð að slökkva eld­inn að mestu þegar slökkviliðið kom á staðinn, sem þó tók stutt­an tíma.

Slökkviliðið rauf þak húss­ins til að kom­ast fyr­ir glóð en eld­ur­inn hafði náð að fara í gegn­um þakið yfir ver­önd­inni.

Hjón­in sem voru í bú­staðnum höfðu ný­lega fest kaup á hon­um og ætluðu að gista þar í fyrsta sinn um nótt­ina.

Elds­upp­tök eru ekki að fullu ljós en grun­ur er þó um sjálfs­íkveikju í máln­ing­ar­vör­um sem geymd­ar voru á ver­önd­inni.

Tjónið er um­tals­vert því auk beinna skemmda af eld­in­um fór reyk­ur og sót um allt húsið til viðbót­ar kvoðu úr slökkvi­tækj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert