Ummerki um utanvegaakstur

Áhöfn þyrlunnar ásamt þremur lögreglumönnum frá Hvolsvelli.
Áhöfn þyrlunnar ásamt þremur lögreglumönnum frá Hvolsvelli.

Ummerki um akstur utan vega á hálendinu sáust þegar lögreglumenn frá Hvolsvelli fóru í eftirlitsferð með TF-Líf, þyrlu Landhelgisgæslunnar, í gær.

Hálendisvegir hafa ekki verið opnaðir enn vegna snjóa og aurbleytu. Lögreglan á Hvolsvelli hefur verið með sérstakt eftirlit með utanvegaakstri.

Þyrlan var einnig notuð til ratsjármælinga í Skaftafellssýslu, m.a. í Eldhrauni í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka