265 mál til lögreglu á Akureyri

Bíladagar fara nú fram á Akureyri og var mikill fjöldi …
Bíladagar fara nú fram á Akureyri og var mikill fjöldi samankominn í bænum um helgina. mbl.is/Hjálmar

Lögreglan á Akureyri hafði í ýmsu að snúast um helgina en frá því klukkan 18 á föstudag og þar til í morgun komu 265 verkefni til kasta lögreglunnar á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru mörg málanna tengd slagsmálum, líkamsárásum og óspektum á almannafæri.

11 líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu um helgina en ekki hafa verið lagðar fram kærur í öllum tilvikum og að sögn lögreglu ekki víst að það muni vera gert. 

41 var stöðvaður fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Akureyri um helgina, tveir grunaðir um ölvunarakstur og tveir grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sex ökumenn voru stöðvaðir fyrir akstur án ökuréttina og 11 umferðaróhöpp, flest minniháttar, komu til kasta lögreglunnar um helgina.

Fjögur minni háttar fíkniefnamál komu upp á Akureyri um helgina og fimm þjófnaðarmál voru tilkynnt til lögreglu. Níu skemmdaverk voru tilkynnt þar af meiriháttar í tveimur tilvikum. Fjögur brot á reglum um skotelda voru einnig tilkynnt til lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert