„Allt í biðstöðu"

Á skömmum tíma hafa tveir ísbirnir gengið á land í …
Á skömmum tíma hafa tveir ísbirnir gengið á land í Skagafirði

Samkvæmt upplýsingum frá heimilisfólki að Hrauni á Skaga, ysta bænum í Skagafjarðarsýslu, er allt í biðstöðu á bænum hvað varðar framtíð ísbjarnarins sem hefur hreiðrað um sig í æðarvarpinu á bænum. Er ísbjörninn sofandi í varpinu og bíður lögregla átekta á staðnum en fundur stendur yfir hjá Umhverfisstofnun um til hvaða ráða verður gripið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka