Dagur umferðaróhappa

Lög­regl­an á Höfn í Hornafirði seg­ir dag­inn í dag vera dag um­ferðaró­happa. Fjög­ur óhöpp áttu sér stað síðast­l­inn sól­ar­hring.

Eitt óhappið átti sér stað er bif­hjóli var ekið á sauðkind. Í öðru til­viki missti ökumaður stjórn á bíl sín­um, velti og hafnaði utan veg­ar. Er hann grunaður um ölv­un. Ein bif­reið lenti á brú­ar­hand­riði og einn óhepp­inn ökumaður missti hjól­hýsi á hliðina í vind­hviðu en á svæðinu var all hvasst í dag. Ekki urðu telj­andi meiðsl á fólki í neinu þess­ara óhappa.

Lög­regl­an sagðist ekki hafa skýr­ingu á þess­um óvenju mikla fjölda slysa. Það hefði vissu­lega verið mik­il um­ferð en ekk­ert sem skýrði fjöld­ann. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert