Dreymdi fyrir þremur ísbjörnum

Sævari Einarssyni dreymdi fyrir þremur ísbjörnum fyrir skömmu.
Sævari Einarssyni dreymdi fyrir þremur ísbjörnum fyrir skömmu. AP

Sæv­ar Ein­ars­son, bóndi á Hamri í Skagaf­irði, bíður þess nú að þriðji ís­björn­inn gangi á land í Skagaf­irði en tveim­ur nótt­um áður ís­björn sást á Þver­ár­fjalli í Skagaf­irði þann 3. júní sl. dreymdi Sæv­ari að þrír ís­birn­ir væru á vappi í kring­um bæ­inn að Hamri. Að sögn Sæv­ars er hann ekki mjög ber­d­reym­inn en það komi fyr­ir að draum­ar hans ræt­ist líkt og nú virðist vera að ger­ast.

„Það er óhætt að segja að þetta komi manni á óvart að hlut­ir sem þess­ir ger­ast hér og að draum­ar ræt­ast með þess­um hætti," seg­ir Sæv­ar í sam­tali við mbl.is.

Þess má geta að svo virðist sem ung­ar stúlk­ur sem heita Kar­en, séu þær fyrstu í báðum til­vik­um til að sjá til hvíta­bjarna í Skagaf­irðinum. Í héraðsfrétta­blaðinu Feyki í síðustu viku kem­ur fram að Kar­en Sól Kára­dótt­ir, níu ára göm­ul stúlka frá Blönduósi, var fyrst til þess að sjá ís­björn­inn sem veg­inn var á Þver­ár­fjalli þann 3. júní sl. Kar­en sá björn­inn seint á mánu­dags­kvöld en for­eldr­ar henn­ar héldu að þarna væri bara um fjör­ugt ímynd­un­ar­afl barns að ræða.

Í dag var það síðan Kar­en Helga Steins­dótt­ir, sem sá ís­björn­inn fyrst og lét annað heim­il­is­fólk að Hrauni vita.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka