Finnbogastaðir brunnu til kaldra kola

Finnbogastaðir alelda.
Finnbogastaðir alelda. Mbl.is/Sigurgeir

Finnbogastaðir í Trékyllisvík brunnu til kaldra kola í dag. Bóndinn, Guðmundur Þorsteinsson, náði að bjarga sér út en missti allar eigur sínar í brunanum. Hundar hans tveir brunnu inni.

Bóndinn á Finnbogastöðum varð eldsins fyrst var er hann var að klára úr kaffiglasi sínu um ellefuleytið. Logaði þá í kjallara hússins. Guðmundur hringdi þegar í neyðarlínuna og var slökkvilið og lögregla frá Hómavík og Drangsnesi komið á staðinn um 12:30. Er að var komið var húsið alelda og ekkert hægt að gera. Ekki bætti úr skák að úti var all hvasst.

Guðmundur segir eldinn ekki hafa verið mikinn í byrjun en hann hafi magnast mjög fljótt og því engu hægt að bjarga. Einu eigur Guðmundar í augnablikinu eru fötin sem hann var í þegar hann forðaði sér undan eldinum. Hundar tveir sem hann hafði átt frá fæðingu voru í húsinu og brunnu þeir inni. Höfðu þeir ekki viljað fara út fyrr um morguninn. Köttur Guðmundar var í stofunni og náði hann að forða sér út um glugga.

„Næstu skref hjá mér er að útvega mér næturgistingu, ég er ekki farinn að hugsa lengra en það,“ sagði Guðmundur.

Finnbogastaðir voru steinhús en með gólf og innréttingar úr timbri. Enn logar í glæðum rústanna.

Sveitungarnir Guðmundur H Guðjónsson og Guðmundur Magnús Þorsteinsson bóndi á …
Sveitungarnir Guðmundur H Guðjónsson og Guðmundur Magnús Þorsteinsson bóndi á Finnbogastoðum í Árneshrepp virða fyrir sér húsið fara í eldinum þar sem ekkert var við ráðið. Því réðu vindur og vatnsleysi. Mbl.is/Sigurgeir
Húsið fallið, allt brunnið sem brunnið gat.
Húsið fallið, allt brunnið sem brunnið gat. Mbl.is/Sigurgeir
Jón G Guðjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka