Ísbjörn í æðarvarpi

Ísbjörn er nú við bæinn Hraun á Skaga.
Ísbjörn er nú við bæinn Hraun á Skaga. mbl.is

Ísbjörninn sem sást við Hraun á Skaga, ysta bænum í Skagafjarðarsýslu, er enn við bæinn en hann hefur komið sér fyrir í æðarvarpi heimilisfólksins. Æðarvarpið er í um 300 metra fjarlægð frá íbúðahúsinu að Hrauni og sást fyrst til hans um hádegisbilið og vappar hann nú milli hreiðra og étur egg, samkvæmt upplýsingum frá heimilisfólki.

Merete Kristiansen Rabölle,  húsmóðirin á bænum, var í morgun úti í æðarvarpinu og varð ekki vör við ísbjörninn þá. Eins voru börnin úti í fjárhúsum að taka til eftir sauðburðinn og varð enginn var við ísbjörninn fyrr en um hádegisbilið er hundurinn á bænum rauk út geltandi og gjammandi. Dóttir Merete, Karen Helga Steinsdóttir, reyndi að ná hundinum en tókst ekki en sá hins vegar ísbjörninn og lét annað heimilisfólk vita. Grænlenskum vinnumanni tókst síðan að ná hundinum heilum á húfi inn í hús.

Að sögn Merete ráfar björninn um og borðar upp úr hreiðrum og er allt æðarvarpið í hættu. Hann virðist þó vera rólegur því hann lagði sig áðan í miðju varpinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert