Landsskipulagið umdeilt

„Lands­skipu­lagið á að vera leiðarljós,“ seg­ir Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra. Frum­varp henn­ar til nýrra skipu­lagslaga bíður nú af­greiðslu á haustþingi en nú þegar er deilt hart um efni þess: Nýtt skipu­lags­stig á landsvísu, á for­ræði rík­is en ekki sveit­ar­fé­laga.

„Þjóðin öll á rétt á að sjá hina stóru drætti í skipu­lags­mál­um, hverju menn mega eiga von á,“ seg­ir Þór­unn og full­yrðir að ekki sé verið að reyna að taka skipu­lags­valdið af sveit­ar­fé­lög­un­um.

Hall­dór Hall­dórs­son hjá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga er á öðru máli, en stjórn sam­bands­ins leggst al­farið gegn hug­mynd­um ráðherra og vill þær al­farið út úr frum­varp­inu. Að hans sögn er mik­ill og þver­póli­tísk­ur ein­hug­ur meðal sveit­ar­stjórn­ar­manna gegn lands­skipu­lag­inu.

„Það er ólýðræðis­legt í hug­um fólks, jafn­vel þó það komi frá Alþingi, í sam­an­b­urði við þau vinnu­brögð sem við viðhöf­um nú þegar,“ seg­ir Hall­dór.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert