Landsskipulagið umdeilt

„Landsskipulagið á að vera leiðarljós,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra. Frumvarp hennar til nýrra skipulagslaga bíður nú afgreiðslu á haustþingi en nú þegar er deilt hart um efni þess: Nýtt skipulagsstig á landsvísu, á forræði ríkis en ekki sveitarfélaga.

„Þjóðin öll á rétt á að sjá hina stóru drætti í skipulagsmálum, hverju menn mega eiga von á,“ segir Þórunn og fullyrðir að ekki sé verið að reyna að taka skipulagsvaldið af sveitarfélögunum.

Halldór Halldórsson hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er á öðru máli, en stjórn sambandsins leggst alfarið gegn hugmyndum ráðherra og vill þær alfarið út úr frumvarpinu. Að hans sögn er mikill og þverpólitískur einhugur meðal sveitarstjórnarmanna gegn landsskipulaginu.

„Það er ólýðræðislegt í hugum fólks, jafnvel þó það komi frá Alþingi, í samanburði við þau vinnubrögð sem við viðhöfum nú þegar,“ segir Halldór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert