Geir H. Haarde forsætisráðherra situr árlegan sumarfund forsætisráðherra Norðurlanda í dag. Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar er gestgjafi að þessu sinni og er fundurinn haldinn á Göta Kanal í Svíþjóð. Auk Geirs sitja fundinn Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, samstarfið á Eystrasaltssvæðinu, hlutverk Norðurlanda í alþjóðlegri friðargæslu, auk málefna sem snerta ESB eru meðal atriða sem rædd verða á fundinum, samkvæmt tilkynningu.