Reynt að ná birninum lifandi

Ísbjörninn, sem skotinn var í Skagafirði fyrir hálfum mánuði.
Ísbjörninn, sem skotinn var í Skagafirði fyrir hálfum mánuði. mbl.is

Allt verður gert til þess að ná hvíta­birn­in­um lif­andi sem er við bæ­inn Hraun á Skaga, að sögn Hjalta J. Guðmunds­son­ar, sviðsstjóra nátt­úru­auðlinda hjá Um­hverf­is­stofn­un. „Við erum í sam­bandi við dýrag­arðinn í Kaup­manna­höfn og munu menn á þeirra veg­um vænt­an­lega koma að Hrauni um há­deg­is­bilið á morg­un með búr og tæki til þess að bjarga dýr­inu eft­ir há­degi á morg­un."

Að sögn Hjalta hef­ur lög­regla verið beðin um að tryggja ör­yggi á staðnum og vakta dýrið þar til menn­irn­ir koma frá Kaup­manna­höfn.

„Það verður allt gert til þess að tryggja það að hægt verði að ná hon­um á lífi," seg­ir Hjalti.

 Ekki ligg­ur end­an­leg ákvörðun fyr­ir um hvert björn­inn verður flutt­ur en tveir staðir koma til greina, í sín nátt­úru­legu heim­kynni á Græn­landi eða til Dan­merk­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert