Slagsmál brutust út eftir nágrannaerjur

mbl.is/Július

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í nótt eftir að slagsmál brutust út í austurhluta borgarinnar.  Að sögn lögreglu fóru nágrannaerjur úr böndunum með þeim afleiðingum að einn maður var fluttur á slysadeild, og lögregla beitti varnarúða gegn árásarmanninum.

Að sögn lögreglu bað annar mannanna nágranna sinn um að lækka háværa tónlist, en við það brást nágranninn illa við og skallaði manninn.  Ætlaði hann svo að ráðast gegn lögreglu og var þá piparúða beitt gegn honum.  Maðurinn gistir nú fangageymslur lögreglu. 

Maðurinn sem var fluttur á slysadeild er ekki talinn hafa fengið alvarlega áverka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert