Stigu hringdans í flugstöðinni

Hópur Færeyinga steig hringdans á meðan beðið var.
Hópur Færeyinga steig hringdans á meðan beðið var. mbl.is/ómar

Tugir farþega Icelandair eyddu nóttinni á flugvellinum í Toronto en fluginu seinkaði um fimm tíma vegna fárviðris.  Á meðal farþega vélarinnar var hópur Færeyinga sem styttu sér stundir á meðan beðið var og stigu hringdans í flugstöðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair var þrumuveður í Toronto ástæða þessarar miklu seinkunar.  Veðrið hefur þó batnað og fór vélin í loft klukkan 2:00 að staðartíma og er staðfestur komutími á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag.  

Farþegar biðu í fimm tíma.
Farþegar biðu í fimm tíma. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka