Nú þegar annar hvítabjörn hefur gengið á land skömmu eftir að síðasti landneminn af bangsaætt var skotinn á færi vilja dýraverndunarsinnar láta í sér heyra. Einn þeirra sem telja að auðvelt sé að leysa þetta hættulega vandamál án þess að deyða dýrið er náttúrufræðingurinn Einar Þorleifsson.
Einar hefur gefið hvítabirninum nafnið Ófeigur og segir að nóg sé af hámenntuðum dýrafræðingum sem kunni að fylgjast með ferðum dýrsins úr fjarlægð.