Verið að fara yfir stöðuna og skipuleggja aðgerðir að Hrauni á Skaga en áætlað að aðgerðir hefjist á hverri stundu við að svæfa ísbjörninn. Helsta áhættan er sú að ísbjörninn taki á rás til hafs eftir að svefnlyfinu er skotið í hann.
Um 5- 7 mínútur tekur fyrir lyfið að virka og erfiðast væri ef björninn myndi sofna í sjónum. Lyfið er sett inn í sérstakar pílur sem er skotið á björninn úr loftbyssu. Komast þarf í 30-50 metra færi því pílurnar drífa ekki langt.