Ætti ekki að vera neitt vandamál að sleppa birninum

Búrið, sem dýrið verður sett í, flutt úr vél Icelandair …
Búrið, sem dýrið verður sett í, flutt úr vél Icelandair Cargo á Akureyrarflugvelli. Ekið verður með búrið norður á Skaga. mbl.is/Skapti

Car­sten Grøndahl, danski sér­fræðing­ur­inn sem kom­inn er til lands­ins til þess að fanga hvíta­björn­inn við Hraun á Skaga, sagði við Morg­un­blaðið við kom­una til Ak­ur­eyr­ar um þrjú­leytið, að ekki ætti að vera neitt vanda­mál að sleppa dýr­inu við Græn­land.

„Ég hef að vísu bara séð dýrið á mynd­um en ég sé ekki bet­ur en björn­inn sé sterk­leg­ur og heil­brigður. Það ætti því ekki að vera neitt vanda­mál að sleppa hon­um ef við náum að svæfa hann og koma í búr.“

Með Car­sten í för er tíu ára son­ur hans, Niels Ulrik. För Car­stens bar svo brátt að að ekki tókst að koma drengn­um í pöss­un þannig að hann var drif­inn með! "Mamma hans er veik og mamma mín á ferðalagi," sagði Car­sten.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar átti að fljúga með Car­sten norður á Skaga, og er vænt­an­lega á leiðinni núna. Ekið er með búrið frá Ak­ur­eyri norðureft­ir. „Ef dýrið hef­ur enn hægt um sig og verður ró­legt þegar ég kem á staðinn mun ég reyni að skjóta í það örv­um sem fyrst til þess að svæfa það,“ sagði Car­sten við Morg­un­blaðið. Hann sagði að nokkr­um "sterk­um körl­um" ætti ekki að verða skota­skuld úr því að lyfta birn­in­um inn í búrið í þar til gerðum bör­um og þegar búið væri að læsa dýrið inni myndi hann vekja það strax, a.m.k. til hálfs.

Björn­inn get­ur dvalið lengi í búr­inu, þótt það sé ekki mjög stórt, seg­ir Car­sten. „Við höf­um flutt hvíta­björn í búri frá Ítal­íu til Dan­merk­ur. Það tók þrjá daga og gekk eins og í sögu.“

Spurður hvernig birn­ir bregðist við þegar örv­um er skotið í þá seg­ir Car­sten að þeir taki gjarn­an á sprett, en yf­ir­leitt ekki í átt að hús­um eða fólki sem það kann að sjá, held­ur í aðra átt - í skjól. Það ætti síðan að vera sofnað eft­ir 5-7 mín­út­ur. „Dýrið gæti hlaupið til hafs þar sem það er ná­lægt fjör­unni, en það yrði reynd­ar slæmt því það er ekki gott að eiga við dýrið ef það sofn­ar í sjón­um. “

Car­sten hafði aðeins séð dýrið á mynd­um þegar hann ræddi við blaðamenn, en sagði að eft­ir þeim að dæma væri hér um að ræða ungt karla­dýr, hraust­legt og alls ekki svangt.

Carsten Grøndahl og sonur hans heilsa áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar
Car­sten Grøndahl og son­ur hans heilsa áhöfn þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar mbl.is/​Skapti
Þyrla Landhelgisgæslunnar á Akureyri í dag. Áhöfn þyrlunnar bíður átekta.
Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Ak­ur­eyri í dag. Áhöfn þyrlunn­ar bíður átekta. mbl.is/​skapti
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert