Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra: Mun skýrast fyrr en seinna

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Unnið er hörðum höndum að þessum málum og þetta mun skýrast fyrr en seinna,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra um viðbrögð stjórnvalda við ákalli vinnumarkaðarins.

Hann segir að unnið sé að breytingum hjá Íbúðalánasjóði og að félagsmálaráðherra muni kynna þær fljótlega. Það sama segir hann um styrkingu gjaldeyrisforðans. „Unnið er að því að nýta heimildina sem Alþingi samþykkti til þess að styrkja gjaldeyrisforðann. Og það er auðvitað það sem skiptir mestu máli og að því er unnið dag og nótt,“ segir Björgvin og bætir við: „Það er stóra málið og eins og heimildin frá Alþingi ber með sér hugsa menn stórt í því og það er bara spurning um hvenær því verður landað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert