Ísbjörninn að Hrauni dauður

Ísbjörninn var drepinn við Hraun í kvöld.
Ísbjörninn var drepinn við Hraun í kvöld. mbl.is/Skapti

Ísbjörn­inn sem gekk á land að Hrauni á Skaga í gær var drep­inn nú á sjö­unda tím­an­um að sögn Stef­áns Vagns Stef­áns­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns á Sauðár­króki. Seg­ir Stefán að dýrið hafi tekið á rás í átt til sjáv­ar „og því var ekki annað í stöðunni en að skjóta það, því miður."

Að sögn Stef­áns virðist sem danski sér­fræðing­ur­inn, Car­sten Grøndahl, sem átti að skjóta deyfi­lyf­inu í ís­björn­inn hafi ekki náð að skjóta deyfi­lyf­inu þaðan sem hann var staðsett­ur.

 Ekki tókst að kom­ast nógu ná­lægt hon­um til að hægt væri að skjóta svefn­lyfi í hann. Um var að ræða kven­dýr sem lík­leg­ast var sært á báðum fram­fót­um og horað og vænt­an­lega ekki þolað svæf­ingu, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Um­hverf­is­stofn­un.

Viss­um að allt yrði að ganga upp

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, er stödd á Skaga, þar sem hún fylgd­ist með björg­un­ar­tilraun­um. „Við viss­um að allt þyrfti að ganga upp til þess að hægt yrði að bjarga ís­birn­in­um. Það tókst því miður ekki, sagði Þór­unn í sam­tali við mbl.is. 

Ísbjörninn að Hrauni
Ísbjörn­inn að Hrauni mbl.is/​Rax
Stefán Vagn Stefánsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir ræddu við fjölmiðla í …
Stefán Vagn Stef­áns­son og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir ræddu við fjöl­miðla í kvöld mbl.is/​Skapti
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert