Söfnun hafin fyrir ábúandann á Finnbogastöðum

Húsið fallið, allt brunnið sem brunnið gat.
Húsið fallið, allt brunnið sem brunnið gat. Mbl.is/Sigurgeir

Félag Árneshreppsbúa hefur opnað styrktarreikning fyrir Guðmund Þorsteinsson ábúanda  á Finnbogastöðum í  Trékyllisvík sem missti hús sitt og innbú í eldsvoða í dag. Finnbogastaðir eru einn af 8 bæjum sem eru í byggð í Árneshreppi.

Reikningsnúmerið er:1161-26-001050 kennitala:451089-2509,við Sparisjóð Strandamanna.

Guðmundur er er 65 ára. Faðir hans byggði húsið sem brann í dag og þar fæddist Guðmundur, samkvæmt upplýsingum frá Hrafni Jökulssyni. Fjölskylda hans hefur búið undir Finnbogastaðafjalli í að minnsta kosti 12 kynslóðir.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert