Sjö Íslendingar héldu upp á þjóðhátíðardaginn á toppi hæsta tinds Evrópu, Elbrus, í Rússlandi. Fjallið er 5.642 metra hátt og er eitt af hinum svokölluðu 7 tindum. Það er staðsett í Kákasus fjallgarðinum, milli Svartahafs og Kaspíahafs, við landamæri Georgíu og Rússlands. Að sögn Ástu Guðrúnar Beck, eiginkonu eins leiðangursmannanna, Ragnars Antoniussen, gekk ferðin vel og náðu þeir á toppinn um sjöleytið að íslenskum tíma í morgun.