Bifreið bjargað úr Markarfljóti

Markarfljótið í ham
Markarfljótið í ham mbl.is/RAX

Verið var að draga í land bifreið sem festist í Markarfljóti í kvöld. Ökumaðurinn gat synt í land en bifreiðin flaut fleiri hundruð metra niður ána.

Það var um níu leytið í kvöld sem lögreglan á Hvolsvelli fékk tilkynningu um að jeppi hefði fests í Markarfljóti, rétt við gömlu brúna, Þórsmerkurmegin. Er að var komið var maðurinn kominn í land og hafði hann náð að synda í land. Er hann ómeiddur en kaldur af volkinu í jökulánni.

Bifreiðin sjálf flaut hins vegar fleiri hundruð metra niður ána áður en björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli náði að koma henni í land.

Mennirnir höfðu verið tveir í bílnum en beið annar á landi meðan hinn keyrði út í ána. Ætlaði ökumaður að snúa við og fara aftur upp en sá ekki kant sem er við árbakkann og rann bifreiðin þá aftur ofan í.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert