Háskólinn á Akureyrir kynnti í morgun niðurstöður úr alþjóðlegri könnun sem gerð hefur verið á heilsu og lífskjörum skólabarna á Vesturlöndum. Ríflega 200 þúsund nemendur tóku þátt en niðurstöðurnar sýna að íslensk skólabörn verða snemma sjálfstæð og þeim líður vel í skólanum en slysatíðnin er há.
Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri segir að aðstæður hér á Íslandi séu öðru vísi en annarstaðar á Vesturlöndum. Niðurstöðurnar sýna að vinahópurinn og skólinn skipta íslensk börn miklu máli og helst það í hendur við hversu snemma þau slíta tengslunum við foreldrana.
Íslenskum börnum líður hvað best í skólanum á meðan að finnskum börnum sem við íslendingar höfum gjarnan miðað okkur við í námsárangri eru meðal lægstu þjóða hvað ánægju með skólastarfið varðar.
Nánari upplýsingar um rannsóknina