Tveir hundar af dalmatíukyni, sem voru bundnir úti í garði í Fossvoginum, trylltust úr hræðslu þegar flugeldum var skotið upp í hverfinu síðdegis í gær. Slitu hundarnir sig lausa og eru ófundnir. Eigandi hundanna, Aðalsteinn Torfason, segir að síðast hafi sést til hundanna í Fossvoginum á milli 18-19 í gærkvöldi.
Aðalsteinn biður alla þá sem hafa orðið var við hundana að hafa samband í síma 893 3985 en grunur leikur á að þeir hafi hlaupið upp í Öskjuhlíð eða séu á skógræktarsvæðinu í Fossvoginum.