Tveir hundar af dalmatíukyni sem lýst var eftir á mbl.is fyrr í dag eru fundnir. Að sögn Aðalsteins Torfasonar, eiganda hundanna, hafði kona samband við hann eftir að hafa lesið fréttina og sagðist hafa séð þá í gærkvöldi á hlaupum en hundarnir sem voru bundnir úti í garði í Fossvoginum, trylltust úr hræðslu og slitu sig lausa þegar flugeldum var skotið upp í hverfinu síðdegis í gær.
Að sögn Aðalsteins voru hundarnir fastir í gaddavírsflækju neðst í Fossvoginum á móts við bæinn Lund II í Kópavogi. Segir Aðalsteinn að aðstæður séu mjög varasamar þar sem hundarnir voru, bæði fyrir menn og dýr, þar sem gaddavír sé strengdur yfir skurð á svæðinu sem síðar er með gaddavírsflækjum í.