Ísbjarna leitað úr lofti

Ísbjörninn að Hrauni á Skaga
Ísbjörninn að Hrauni á Skaga mbl.is/RAX

Fyr­ir­hugað er að þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar fari í eft­ir­lits­flug um Hornstrand­ir í dag til að svip­ast um hvort ís­birn­ir sjá­ist á svæðinu. Eft­ir­litið fer fram í nánu sam­starfi við Um­hverf­is­stofn­un. Ætl­un­in er að fljúga aft­ur yfir svæðið á næstu dög­um.  Eins verður hefðbundnu ís­könn­un­ar­flugi á Fokk­er flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SYN, haldið áfram.

Í gær var ís­björn felld­ur við bæ­inn Hraun á Skaga og er þetta ann­ar ís­björn­inn sem er felld­ur í Skagaf­irðinum í mánuðinum.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert