Ísbjarna leitað úr lofti

Ísbjörninn að Hrauni á Skaga
Ísbjörninn að Hrauni á Skaga mbl.is/RAX

Fyrirhugað er að þyrla Landhelgisgæslunnar fari í eftirlitsflug um Hornstrandir í dag til að svipast um hvort ísbirnir sjáist á svæðinu. Eftirlitið fer fram í nánu samstarfi við Umhverfisstofnun. Ætlunin er að fljúga aftur yfir svæðið á næstu dögum.  Eins verður hefðbundnu ískönnunarflugi á Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, haldið áfram.

Í gær var ísbjörn felldur við bæinn Hraun á Skaga og er þetta annar ísbjörninn sem er felldur í Skagafirðinum í mánuðinum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert