Ísbjörninn ekki í góðu ásigkomulagi

Ísbjörninn að Hrauni
Ísbjörninn að Hrauni mbl.is/RAX

Ísbjörninn sem skotinn var við Hraun á Skaga í gær var í slæmu ásigkomulagi. Var hann horaður og nokkuð langt síðan að hann át eitthvað síðast.

Ísbjörninn var 147 kílóa kvendýr og 1,90 metrar frá trýni að dindli. Var hún horuð og á henni var lítil fita. Í bógkrikum voru nuddsár sem sennilega hafa komið af sundi. Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands Vestra, sagði að ekkert hefði fundist í maga dýrsis. „Það er greinlegt að hún hefur ekki verið að borða neitt undanfarið.“ Dýrið var að öllum líkindum nýkomið á strendur landsins.

Ekki liggur fyrir hvert ísbjörninn fer núna en Álfa-, trölla- og norðurljósasafnið á Stokkseyri óskar í dag formlega eftir því við yfirvöld að fá að stoppa upp og eiga hvítabjörninn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert