Ísbjörninn ekki í góðu ásigkomulagi

Ísbjörninn að Hrauni
Ísbjörninn að Hrauni mbl.is/RAX

Ísbjörn­inn sem skot­inn var við Hraun á Skaga í gær var í slæmu ásig­komu­lagi. Var hann horaður og nokkuð langt síðan að hann át eitt­hvað síðast.

Ísbjörn­inn var 147 kílóa kven­dýr og 1,90 metr­ar frá trýni að dindli. Var hún horuð og á henni var lít­il fita. Í bóg­krik­um voru nudds­ár sem senni­lega hafa komið af sundi. Þor­steinn Sæ­munds­son, for­stöðumaður Nátt­úru­stofu Norður­lands Vestra, sagði að ekk­ert hefði fund­ist í maga dýrs­is. „Það er grein­legt að hún hef­ur ekki verið að borða neitt und­an­farið.“ Dýrið var að öll­um lík­ind­um ný­komið á strend­ur lands­ins.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvert ís­björn­inn fer núna en Álfa-, trölla- og norður­ljósa­safnið á Stokks­eyri ósk­ar í dag form­lega eft­ir því við yf­ir­völd að fá að stoppa upp og eiga hvíta­björn­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert