Norðurlöndin þróa samstarf í utanríkis- og öryggismálum

Norðurlöndin vilja þróa frekar samstarf í öryggis- og utanríkismálum.
Norðurlöndin vilja þróa frekar samstarf í öryggis- og utanríkismálum. Mbl.is/Brynjar Gauti

Óháð rannsókn verður gerð á því hvernig þróa megi samstarf Norðurlandanna í utanríkis- og öryggismálum á næstu 10-15 árum. Tilgangurinn er að kanna með hvaða hætti styrkja megi samstarf Norðurlandanna til að takast á við utanríkis- og öryggistengd mál, á Norðurslóðum sem og annars staðar í heiminum.

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna standa fyrir rannsókninni og hefur Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, verið fenginn til að hafa umsjón með gerð hennar. , sem á að vera lokið fyrir árslok.

Norrænu utanríkisráðherrarnir benda á að norrænt samstarf hafi reynst vel þótt aðstæður breytist og því sé áhugi á að þróa það enn frekar.

Stoltenberg til aðstoðar við skýrslugerðina verður norrænn ráðgjafarhópur sem í munu eiga sæti tveir þátttakendur frá hverju Norðurlandanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert