Skæðar matareitranir skjóta upp kollinum

Gott hreinlæti og rétt meðhöndlun matvæla er mikilvæg til að …
Gott hreinlæti og rétt meðhöndlun matvæla er mikilvæg til að koma í veg fyrir matarsýkingar í mönnum. mbl.is/Ásdís

Fyrstu fimm mánuði árs­ins bár­ust sam­tals 30 til­kynn­ing­ar frá sýkla­fræðideild Land­spít­ala til sótt­varna­lækn­is um kampýlób­akt­er­sýk­inga í mönn­um. Þar af voru sex smit á Reyðarf­irði í maí. Er smitið þar enn óút­skýrt, að því er fram kem­ur í Far­sóttar­frétt­um land­læknisembætt­is­ins.

Í byrj­un júní smituðust fjór­ir starfs­menn og vist­menn á sam­býli fyr­ir aldraða í Reykja­vík af salmo­nellu­sýk­ingu. Inn­lent smit af þess­ari teg­und salmo­nellu hef­ur ekki komið upp áður.

Óút­skýrt smit á Reyðarf­irði þrátt fyr­ir ít­ar­lega rann­sókn

Af þeim sem smituðust af kampýlób­akt­er­sýk­ingu voru ell­efu ein­stak­ling­ar á Íslandi, átta á Spáni, tveir í Dóm­iník­anska lýðveld­inu og á Ítal­íu og einn í Mar­okkó og Als­ír en upp­lýs­ing­ar um smit­land vant­ar fyr­ir fimm ein­stak­linga.

Flest­ir, eða 16 manns, voru bú­sett­ir á höfuðborg­ar­svæðinu, fjór­ir á Norður­landi, fjór­ir ein­stak­ling­ar komu frá ýms­um lands­hlut­um en nokkuð óvænt greind­ust sex ein­stak­ling­ar með bú­setu á Reyðarf­irði í maí­mánuði.

Sýk­ing­arn­ar á Reyðarf­irði voru ekki tengd­ar ferðalög­um held­ur smituðust ein­stak­ling­arn­ir á staðnum. Upp­tök smits­ins eru ókunn þrátt fyr­ir ít­ar­lega rann­sókn í sam­vinnu við heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands og lækna á Aust­ur­landi.

Svo virðist sem far­ald­ur­inn á Reyðarf­irði sé geng­inn yfir. Reglu­bundn­ar árstíðabundn­ar sveifl­ur í fjölda sýk­inga af völd­um kampýlób­akt­ers eru vel þekkt­ar með aukn­um fjölda til­fella á sumr­in.

Mjög sjald­gæf salmo­nellu­teg­und

Í byrj­un júní greind­ust fjór­ir ein­stak­ling­ar með inn­lenda sýk­ingu af völd­um Salmo­nella poona eða farmsen og eru all­ir fjór­ir tengd­ir sam­býli aldraðra á höfuðborg­ar­svæðinu, tveir starfs­menn og tveir heim­il­is­menn.

Sýk­ing­ar af völd­um þess­ar­ar salmo­nellu­teg­und­ar er frem­ur sjald­gæf og ekki hef­ur komið upp inn­lent smit af henn­ar völd­um áður hér­lend­is.

Í viðvör­un­ar­kerfi á veg­um Sótt­varna­stofn­un­ar Evr­ópu í Stokk­hólmi kom í ljós að sýk­ing­ar af völd­um S. poona hafa greinst í fleiri lönd­um Evr­ópu í apríl og maí, sam­an­lagt milli 30–40 til­felli. Ekki er með fullu vitað hvort þetta er sami stofn í öll­um lönd­un­um, en unnið er við stofna­grein­ingu til að bera stofn­ana sam­an. Svo virðist sem til­fell­um fari nú fækk­andi og sýk­ing­in því á und­an­haldi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert