Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot

Steinunn Ásmundsdóttir

Ung­ur karl­maður var í Héraðsdómi Aust­ur­lands í dag sýknaður af ákæru fyr­ir að hafa framið kyn­ferðis­brot gagn­vart lít­illi frænku sinni. Bóta­kröfu gegn hon­um var vísað frá dómi. Pilt­ur­inn var 17 eða 18 ára er meint brot áttu að hafa verið fram og stúlk­an sjö eða átta ára.

Var hann ákærður á síðasta ári fyr­ir að hafa á ár­inu 2002 eða 2003, káfað á kyn­fær­um stúlk­unn­ar, sem fædd er 1995, og sett fing­ur í leggöng henn­ar. Á þessi mis­notk­un að hafa átt sér stað á heim­ili stúlk­unn­ar.

Við munn­leg­an mál­flutn­ing kom fram að aðeins væri ákært fyr­ir það at­vik, sem talið væri að faðir stúlk­unn­ar hefði orðið vitni að á ár­inu 2002 eða 2003, en þá hefði pilt­ur­inn verið 17 eða 18 ára gam­all og því sak­hæf­ur. Stúlk­an sagði við vitna­leiðslur að pilt­ur­inn, en þau eru systrabörn, hafa mis­notað hana þegar hún var lít­il. Nán­ar aðspurð sagði hún að hann hefði alltaf verið að káfa á henni. Kvaðst hún ekki muna hvenær hann káfaði á henni fyrst en taldi að þá hefði hún verið um þriggja eða fjög­urra ára göm­ul. Hún sagðist ekki muna hversu oft þetta hefði átt sér stað en það hefði verið oft, alla­vega oft­ar en fimm sinn­um og kannski oft­ar. Þess­ir at­b­urðir hefðu átt sér stað á heim­ili henn­ar þegar hann var í heim­sókn hjá­bróður henn­ar en hann hefði verið tíður gest­ur á heim­il­inu. Oft­ast hefði þetta verið að kvöldi til en stund­um að morgni. Pilt­ur­inn hef­ur hins veg­ar staðfast­lega neitað öll­um sak­argift­um.

Í niður­stöðu dóms­ins kem­ur fram að við mat á framb­urði stúlk­unn­ar beri að hafa í huga að hún er ung að árum og að fimm til sex ár eru síðan ætluð mis­notk­un á að hafa átt sér stað. Engu að síður verður ekki fram hjá því litið að ýmis atriði í framb­urði pilts­ins eru ekki í sam­ræmi við skýrsl­ur vitna í mál­inu.

Faðir stúlk­unn­ar hef­ur borið um það að hafa séð, inn um opn­ar dyr á hjóna­her­bergi á heim­ili sínu, stúlk­una liggja á bak­inu og pilt­inn  með hönd­ina í klof­inu á henni. Taldi hann víst að þau hefðu bæði orðið hans vör því þau hefðu stokkið á fæt­ur og farið inn í sitt hvort her­bergið. Stuttu síðar hefði hann farið til dótt­ur sinn­ar, sem hefði verið skæl­andi inni í her­berg­inu sínu, og rætt eitt­hvað við hana, en þó ekki um at­vikið. Hélt faðir stúlk­unn­ar að þetta hefði átt sér stað annaðhvort árið 2002 eða 2003.

Stúlk­an, sem sam­kvæmt of­an­greindu hef­ur verið 7 eða 8 ára göm­ul þegar um­rætt at­vik á að hafa átt sér stað, kvaðst hins veg­ar ekki minn­ast þess að nokk­ur hefði séð til þeirra  eða komið að þeim þegar pilt­ur­inn hefði verið að káfa á henni. Sér­stak­lega aðspurð kvaðst hún ekki minn­ast þess að faðir henn­ar hefði komið að þeim við slík­ar aðstæður.

Stúlk­an sagðist hins veg­ar muna eft­ir að hafa heyrt föður sinn skamma pilt­inn og hann af­saka sig og segja að hún hefði viljað þetta. Faðir stúlk­unn­ar kannaðist hins veg­ar ekki við að hafa skammað pilt­inn í kjöl­far fyrr­greinds at­viks og sagðist raun­ar ekki hafa rætt at­b­urðinn við hann fyrr en í nóv­em­ber síðastliðinn.

Móðir stúlk­unn­ar staðfesti og hér fyr­ir dómi að hafa ekki rætt þetta at­vik við pilt­inn fyrr en eft­ir að málið kom upp síðastliðinn vet­ur. Þá kom fram hjá föðurn­um að eig­in­kona hans hefði í fyrstu viljað þagga málið niður. Þá kannaðist bróðir stúlk­unn­ar ekki við hafa heyrt for­eldra sína ásaka pilt­inn um nokkuð eða skamma hann, nema fyr­ir það eitt að vera alltaf í tölv­unni. 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert