Unnið að viðbragðsáætlun vegna landtöku hvítabjarna

Þórunn Sveinbjarnardóttir og Carsten Gröndal ræða saman um aðgerðir við …
Þórunn Sveinbjarnardóttir og Carsten Gröndal ræða saman um aðgerðir við að bjarga hvítabirninum.

Starfs­hóp­ur hef­ur verið skipaður til að vinna að viðbragðsáætl­un. Land­helg­is­gæsl­an hef­ur eft­ir­lit með hvíta­björn­um í sam­starfi við Um­hverf­is­stofn­un. Unnið er að því að taka sam­an kostnað vegna til­raun­ar til að bjarga ís­birn­in­um.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra átti fund með Car­sten Grön­dal, yf­ir­dýra­lækni dýrag­arðsins í Kaup­manna­höfn, í um­hverf­is­ráðuneyt­inu í dag. Á fund­in­um var rætt um aðgerðir Um­hverf­is­stofn­un­ar við að bjarga hvíta­birn­in­um sem fannst í Skagaf­irði í fyrra­dag og um­hverf­is­ráðherra þakkaði Car­sten Grön­dal fyr­ir veitta aðstoð.

Um­hverf­is­ráðherra hef­ur skipað starfs­hóp til að vinna að til­lög­um um viðbragðsáætl­un vegna hugs­an­legra land­töku hvíta­bjarna hér á landi. Starfs­hóp­ur­inn mun við vinnu sína taka mið af þeirri reynslu sem feng­ist hef­ur af land­töku tveggja hvíta­bjarna við Skaga­fjörð síðustu tvær vik­ur og viðbrögðum við komu þeirra. Enn­frem­ur mun hóp­ur­inn leita sem víðast eft­ir reynslu og þekk­ingu annarra á þessu sviði og hef­ur Car­sten Grön­dal samþykkt að vera starfs­hópn­um til ráðgjaf­ar.

Hjalti J. Guðmunds­son, sviðsstjóri nátt­úru­auðlinda­sviðs hjá Um­hverf­is­stofn­un er formaður hóps­ins. Aðrir sem skipa hóp­inn eru dr. Guðmund­ur A. Guðmunds­son, dýra­fræðing­ur hjá Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands, Ólaf­ur Jóns­son, héraðsdýra­lækn­ir fyr­ir Skaga­fjarðar- og Eyja­fjarðar­um­dæmi og Stefán Vagn Stef­áns­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Sauðár­króki. Gert er ráð fyr­ir að starfs­hóp­ur­inn skili til­lög­um til ráðherra fyr­ir 1. sept­em­ber.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar fór í eft­ir­lits­flug um Hornstrand­ir í dag til að kanna hvort hvíta­birn­ir finn­ist á svæðinu. Eft­ir­litið fer fram í nánu sam­starfi við Um­hverf­is­stofn­un og Jón Björns­son, starfsmaður stofn­un­ar­inn­ar, var með í för við eft­ir­lits­flugið í dag. Land­helg­is­gæsl­an mun leita víðar á næstu dög­um, auk þess sem hefðbundnu ís­könn­un­ar­flugi á Fokk­er flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar verður haldið áfram.

Um­hverf­is­stofn­un vinn­ur nú að því fyr­ir um­hverf­is­ráðuneytið að taka sam­an kostnað sem til féll vegna til­raun­ar við að bjarga hvíta­birn­in­um í Skagaf­irði í gær. Von­ast er til að þeirri vinnu ljúki í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert